Greiðslur berast hægt til birgja og banka frá VHE

VHE þróar, framleiðir og smíðar vélbúnað í húsakynnum fyrirtækisins í …
VHE þróar, framleiðir og smíðar vélbúnað í húsakynnum fyrirtækisins í Hafnarfirði sem síðan er seldur um allan heim. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hið rótgróna verktaka- og þjónustufyrirtæki VHE í Hafnarfirði hefur um alllangt skeið átt í erfiðleikum með að standa skil á greiðslum til birgja og helsta lánveitanda síns. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins.

Erfið staða fyrirtækisins rekur sig raunar allt aftur til bankahrunsins 2008 þegar erlend lán þess stökkbreyttust ásamt því að forsendubrestur varð fyrir ýmsum stórverkefnum sem það vann að á þessum tíma. Hjá fyrirtækinu starfa í dag í kringum 400 manns.

Hefur Morgunblaðið undir höndum dæmi um að greiðslur til birgja fyrirtækisins hafi dregist svo mánuðum skiptir á síðustu misserum. Ýtarlegri umfjöllun má finna á viðskiptasíðu Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK