260 milljarða hvatning

Elon Musk þarf að gegna áfram stöðu forstjóra, eða að …
Elon Musk þarf að gegna áfram stöðu forstjóra, eða að öðrum kosti stöðu stjórnarformanns og vöruþróunarstjóra samhliða, til að fá greitt samkvæmt nýja samningnum. AFP

Hluthafar í Tesla hafa samþykkt að Elon Musk, forstjóri fyrirtækisins, geti fengið um 2,6 milljarða dala í bónus, sem samsvarar um 260 milljörðum króna. Talið er að þetta sé hæsti kaupauki sem bandarískt fyrirtæki hafi nokkru sinni samþykkt. 

Samkomulagið, sem gildir til 10 ára,  kveður á um að Musk fái hlutabréf í fyrirtækinu nái það ákveðinum markmiðum, sem tengist m.a. sölu og verði á hlutabréfum fyrirtækisins, að því er segir á vef BBC.

Þetta var niðurstaða atkvæðagreiðslu meðal hluthafa fyrirtækisins. Litið var á niðurstöðuna sem stuðningsyfirlýsingu við Musk í stóli forstjóra, en fyrirtækið hefur verið rekið með tapi og hefur átt erfitt með að auka framleiðsluna. 

Nokkrir stórir hluthafar lýstu því yfir að þeir myndu styðja þessa tillögur, en ráðgjafahópar hafa sagt að þetta sé full mikið af því góða. 

Musk, sem á um fimmtung í fyrirtækinu, tók ekki þátt í atkvæðagreiðslunni. 

Hlutabréfaverð í Tesla hækkaði um 3% eftir að greint var frá niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar. Um 73% þeirra sem greiddu atkvæði lýstu stuðningi við áætlunina. 

Nýr samningur, sem gildir til 10 ára, kveður á um að Musk muni hvorki fá laun né bónusgreiðslur heldur eingöngu hlutabréf í Tesla. Hann mun leysa þau til sín í tólf greiðslum sem fara í gegn í hvert skipti sem markaðsverð fyrirtækisins nær ákveðnum mörkum og þegar skilyrðum um tekjur og hagnað er fullnægt.

Til að fá hæstu mögulegu greiðslu þarf Musk að hækka markaðsvirði félagsins, sem núna er metið á 59 milljarða dala, upp í 650 milljarða og gera það þar með að einu af verðmætustu fyrirtækjum heims. Jafnframt þarf hann að ná sölutekjum Tesla upp í 175 milljarða dala eða hagnaðinum upp í 14 milljarða dala.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK