Fjarskipti hf. heita núna Sýn

Mynd/Aðsend

Samþykkt var á aðalfundi Fjarskipta hf. sem fram fór í höfuðstöðvum félagsins að Suðurlandsbraut 8 síðdegis í dag að nafnabreyta félaginu og er Sýn nýtt heiti á sameinuðu félagi Vodafone og sameinaðrar fjölmiðlastarfsemi sem innifelur meðal annars Stöð 2, Stöð2 Sport, Vísi, Bylgjuna, FM957 og Xið 977.

Þetta kemur fram í tilkynningu.

„Aðalástæðan fyrir nafnabreytingunni, úr Fjarskipti hf., er sú að starfsemi félagsins hefur breikkað og því er gamla nafnið ekki nógu lýsandi fyrir sameinað félag. Sýn verður þannig regnhlífavörumerki yfir 20 núverandi vörumerkja og framtíðarvörumerkja,“ segir í tilkynningunni.

Fram kemur í tilkynningunni að breytingin hafi engin áhrif á notkun eða starfsemi vörumerkjanna. „Sýn er gamalt vörumerki sem margir muna eftir í tengslum við fjölmiðlastarfsemi. Nafnið er þó ekki síður valið með tilliti til mikilvægis þess að horfa til framtíðar á þeim mörkuðum sem fyrirtækið starfar.“

Stefán Sigurðsson, forstjóri Sýnar, bætir við: „Á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar er skýr stefna og framtíðarsýn fyrirtækja nauðsynleg til árangurs. Sýn starfar á spennandi mörkuðum sem munu halda áfram í hröðu breytingaferli. Við hræðumst ekki þær breytingar heldur sjáum í þeim mikil tækifæri. Nafnið mun stöðugt minna okkur á að við þurfum að halda áfram að sýna frumkvæði og sköpun í okkar rekstri til að skila árangri fyrir okkar viðskiptavini og samfélagið allt. Við ætlum okkur ekkert minna en að vera leiðtogi á sviði fjarskipta og fjölmiðlunar á Íslandi og til þess þarf bæði skýra og nýja sýn.“

Arður ekki greiddur út til hluthafa

Stjórn lagði til við aðalfund að ekki yrði greiddur út arður til hluthafa vegna rekstrarársins 2017, en vísaði að öðru leyti til ársreiknings hvað varðar ráðstöfun á hagnaði ársins og breytingu á eigin fé. Sú tillaga var samþykkt. 

Fjarskipti hf. stefna að því að greiða hluthöfum árlega arð og/eða framkvæma endurkaup eigin hluta sem nemur 30-60% af hagnaði eftir skatta í samræmi við gildandi lög og reglur hverju sinni.

Stjórnin sjálfkjörin

Stjórn félagsins fyrir næsta starfsár var sjálfkjörin á aðalfundinum og er skipuð þannig:

 Í aðalstjórn:

* Heiðar Guðjónsson, kt. 220472-3889

* Hildur Dungal, kt. 140571-3859

* Anna Guðný Aradóttir, kt. 110156-7669

* Hjörleifur Pálsson, kt. 281163-4269

* Yngvi Halldórsson, kt. 300777-5039

Í varastjórn:

* Baldur Már Helgason, kt. 060376-3449

 * Tanya Zharov, kt. 080966-4749

Þá var sjálfkjörið í sæti tveggja nefndarmanna af þremur í tilnefningarnefnd félagsins. Þessir tveir nefndarmenn eru:

* Ragnheiður S. Dagsdóttir, kt. 200168-3569

* Þröstur Olaf Sigurjónsson, kt. 290769-4859.

Helstu niðurstöður aðalfundarins

Ársskýrsla Fjarskipta hf. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK