Segir hækkun hámarksgreiðslna þurfa að fylgja lengingu

Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.
Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.

Lenging fæðingarorlofs úr níu mánuðum í tólf án þess að hækka hámarksgreiðslu úr Fæðingarorlofssjóði gæti haft þau áhrif að munur milli orlofstöku karla og kvenna myndi aukast sem aftur gæti aukið enn launamun kynjanna. Þetta segir Ásta Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, í grein í Viðskiptamogganum.

Bendir Ásta á nýlega danska rannsókn sem sýni að nánast allan áður óútskýrðan launamun kynjanna þar í landi megi rekja til þess að konur eignast börn. Þegar konur komist á barnseignaraldur rjúki launamunurinn upp og um fertugt afli konur einungis 70% af tekjum karla.

Vísar hún á stöðuna hér á landi þar sem hlutfall karla sem ekki nýti sér fullt fæðingarorlof hafi aukist undanfarin ár, enda hafi hámarksgreiðslur ekki aukist úr sjóðnum og þar af leiðandi sé það hærri fórnarkostnaður að vera lengur í fæðingarorlofi en áður.

Segir Ásta að það sé mikilvægt hagsmunamál fyrir foreldra, börn, atvinnulífið og samfélagið allt að skoða hækkun hámarksgreiðslna úr sjóðnum til að auka ekki enn á launamuninn.

Áskrifendur geta lesið greinina í heild sinni hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK