Fimm milljónir viðskiptavina

Alls komu tæplega fimm milljónir viðskiptavina í búðirnar í fyrra. …
Alls komu tæplega fimm milljónir viðskiptavina í búðirnar í fyrra. Er það 4% fjölgun frá fyrra ári. mbl.is/Kristinn Magnússon

Viðskiptavinum Vínbúðanna fjölgaði um 4% í fyrra frá árinu áður og voru alls 4,9 milljónir. Þeir keyptu tæplega 22 milljónir lítra af áfengi, langmest af bjór. Í boði voru alls 3.350 vörutegundir. Þetta kemur fram í ársskýrslu ÁTVR fyrir árið 2017. Þar kemur jafnframt fram að hlutur ríkisins af brúttósölu fyrirtækisins í fyrra hafi verið rúmir 25 milljarðar króna. Þar af var áfengisgjald tæplega 13 milljarðar.

Tekjur af sölu áfengis voru 24.942 milljónir króna án vsk. og hækkuðu um 5,5% á milli ára. Sala ársins var 4,8% meiri í lítrum í samanburði við fyrra ár. Sala á sterku áfengi (>22% alk.) jókst um 6,3% en sala á léttvíni (<=22% alk.) jókst um 4,4% og á bjór um 4,8%.

Hækkun neftóbaksgjalds 77%

Tekjur af sölu tóbaks drógust saman um tæplega 1% á milli áranna 2016 og 2017 og voru 9.252 milljónir án vsk. Tóbakssala dróst saman í öllum flokkum, mest í reyktóbaki 29%, vindlum um 13%, neftóbaki um 5,8% og sígarettum (vindlingum) um 9,4%. Í fyrra var gjald á neftóbak hækkað um 77,2% og á vindla og annað tóbak um 62,6%.

Fram kemur í ársskýrslunni að ÁTVR hefur með markvissum hætti hvatt viðskiptavini til að draga úr notkun plastpoka með því að bjóða fjölbreytt úrval af fjölnota pokum á hagstæðu verði. Sala á fjölnota pokum jókst um tæplega 27% í fyrra en alls voru seldir 41 þúsund pokar. ÁTVR hefur sett sér það markmið að verða plastpokalaus og er einn liður í því að hækka verð á plastpokum. Pokarnir hækkuðu í verði um 10 kr. 1. september og 10. krónur 1. janúar 2018. Sala plastpoka dróst saman um 6,5% á milli ára. Engu að síður keyptu um 32% viðskiptavina plastpoka, eða tæplega 1,6 milljónir poka, segir í skýrslunni.

Í áratugi hefur ÁTVR gefið viðskiptavinum brúna flöskubréfpoka. Á árinu 2017 var gefin tæplega 1,1 milljón poka og minnkaði magn í umferð um 41% á milli ára. Í lok ársins var ákveðið að hætta dreifingu á bréfpokunum frá og með 1. janúar sl. „Markmiðið er að draga úr umhverfisáhrifum en gera má ráð fyrir að í flestum tilfellum endi flöskupokarnir sem rusl eða séu settir í endurvinnslutunnu þegar heim er komið.“

Heildarfjöldi starfsmanna ÁTVR sem fengu greidd laun í fyrra var 738. Umreiknað í ársverk voru þau 334 í samanburði við 312 árið áður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK