Fyrsta flug Wow air til Cleveland

Wow air fór sína fyrstu ferð til Cleveland í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Flogið verður þangað fjórum sinnum í viku, á þriðjudögum, fimmtudögum, laugardögum og sunnudögum í Airbus A321 vélum flugfélagsins.

Flugtíminn er sex og hálfur klukkutími en lent er í Cleveland rétt fyrir miðnætti að staðartíma. Þetta er í fyrsta skipti í níu ár sem flug til Evrópu býðst íbúum Cleveland, að því er segir í tilkynningu frá félaginu.

Cleveland er önnur stærsta borg Ohio með íbúafjölda upp á rétt rúmar tvær milljónir. 

Þetta er tíundi áfangastaður WOW air í Bandaríkjunum en í lok maí verða þeir 13 talsins. Í síðustu viku hófst flug til Detroit, Stansted-flugvallar í London og JFK-flugvallar í New York.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK