Benchmark Holdings til Chile

Breska líftæknifyrirtækið Benchmark Holdings ætlar í hlutafjárútboð til þess að fjármagna sameiginlegt verkefni með laxeldisfyrirtækinu AquaChile á sviði ræktunar hrogna og kynbóta í laxfiski. 

StofnFiskur hf. er hluti af Benchmark Genetics, alþjóðlegu rannsókna- og nýsköpunarfyrirtæki á sviði fiskeldis, landbúnaðar og dýraheilbrigðis.

í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að það komi sér vel í samstarfinu í Chile að geta nýtt sér aðstöðu fyrirtækisins hér á landi.

Benchmark segir að þetta muni styrkja stöðu þeirra á markaði í Chile, sem er annar stærsti framleiðandi á laxi í heiminum en hingað til hefur fyrirtækið ekki verið með starfsemi þar.

Stofn­fisk­ur hf. er stærsti fram­leiðandi á Íslandi á laxa­hrogn­um og er fyr­ir­tækið auk þess stórt á sviði í kyn­bót­a í fisk­eldi. Bench­mark Genetics Ltd. var stofnað árið 2000 og er í eigu Bench­mark Hold­ing Plc. sem er skráð á UK AIM-verðbréfa­markaðinn í Bretlandi. 

Benchmark starfar í 27 löndum og eru starfsmenn þess tæplega eitt þúsund talsins.

Frétt 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK