Fallist á samruna AT&T og Time Warner

Ólafur Jóhann Ólafsson, aðstoðarforstjóri Time Warner fagnar niðurstöðunni og segir …
Ólafur Jóhann Ólafsson, aðstoðarforstjóri Time Warner fagnar niðurstöðunni og segir neytendur hagnast á samrunanum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Bandarískur dómstóll hafnaði í gær kröfu bandarískra stjórnvalda um að banna samruna fjarskiptafyrirtækisins AT&T og Time Warner fjölmiðlasamsteypunnar. Þykir úrskurðurinn vera verulegur ósigur fyrir eftirlitsstofnanir bandarískra stjórnvalda að því er BBC greinir frá.

Fréttavefur RÚV hefur eftir Ólafi Jóhanni Ólafssyni, aðstoðarforstjóra Time Warner, að hann fagni niðurstöðunni enda muni neytendur hagnast á samrunanum.

Bandarísk stjórnvöld hafa viljað hindra samrunann og hafa fullyrt að hann dragi úr samkeppni, auk þess sem neytendur yrðu að borga meira fyrir afþreyingu og fjarskipti yrði af honum.

Dómarinn Richard Leon hafnaði þeim rökum og samþykkti samrunann án nokkurra skilmála. BBC segir að búist sé við að úrskurðurinn muni leiða til samruna fleiri fyrirtækja.

Ólafur Jóhann segir við RÚV að alríkisdómara ekki hafa tekið nein rök dómsmálaráðuneytisins til greina. Málinu ætti því að vera lokið. Ráðuneytið kunni þó að vísa því til áfrýjunardómstóls, þrátt fyrir að dómarinn hefði mælst til þess að það yrði ekki gert.

Málið var höfðað af bandaríska dómsmálaráðuneytinu og var ætlað að senda skilaboð frá ríkisstjórn Donald Trumps Bandaríkjaforseta um að ráðuneytið tæki nú harðar á samruna stórfyrirtækja.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK