Ógilda of ódýra flugmiða

AFP

Breska flugfélagið British Airways hefur látið ógilda fleiri en tvö þúsund flugmiða á þeim grundvelli að þeir hafi verið seldir of ódýrt. Fréttavefur breska ríkisútvarpsins greinir frá en um er að ræða áætlunarflug til Tel Aviv og Dubai og hefur British Airways beðist afsökunar á mistökunum. „Mistök sem þessi eru mjög sjaldgæf en ef þau eiga sér stað er enginn skuldbindandi samningur á milli aðila samkvæmt samningarétti,“ segir í tilkynningu frá flugfélaginu. 

Eigandi ferðavefsíðunnar Jack's Flight Club segir í samtali við BBC að fargjaldamistök séu ekki sjaldgæf en að í 70% tilfella ákveði flugfélögin að sætta sig við mistökin vegna þess að það sé slæmt fyrir ímynd fyrirtækisins að ógilda miða. 

„Í þeim tilfellum þegar flugmiðar er gerðir ógildir er það vegna þess að þeir áttu að kosta 400 pund en voru seldir á 40. En í þessu tilfellu virðast mistökin ekki hafa verið svo stór og venjulegir viðskiptavinir gátu allt eins hafa haldið að þetta væri hið rétta fargjald,“ segir Jack Sheldon eigandi.

Viðskiptavinirnir hafa fengið endurgreitt frá British Airways auk þess að fá úttektarmiða að upphæð 100 pund. Þeir voru þó óánægðir með ákvörðun British Airways enda höfðu margir hverjir keypt þjónustu eins og hótelgistingu á áfangastaðnum sem ekki fæst endurgreidd. Til þess að nýta þjónustuna þurfa þeir nú að greiða mun meira fyrir flugmiðann en þeir gerðu ráð fyrir í upphafi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK