Segja auglýsingar Toyota villandi

Neytendastofa hefur bannað Toyota á Íslandi að fullyrða í auglýsingum sínum að Hybrid-bifreiðar væru 50% rafdrifnar án þess að nánari skýringar komi fram. Með þessu hafi fyrirtækið brotið gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu.

Þetta kemur fram á vef Neytendastofu.

Þar segir að stofnunin hafi farið fram á að Toyota sannaði fullyrðingu í auglýsingum sínum um að Hybrid-bifreiðar væru 50% rafdrifnar. Kom það til í kjölfar ábendinga og kvartana frá neytendum.

Þá segir, að með svörum Toyota hafi veirð lagðar fram rannsóknir um eldsneytisnýtingu Hybrid-bifreiða Toyota. Í rannsóknunum sé mælt að hve miklu leyti bifreiðarnar noti aðeins rafmagn.

Niðurstöðunum sé skipt þannig niður að annars vegar sé sýnt hlutfall af keyrðum kílómetrum og hins vegar hlutfall af tíma sem reynsluaksturinn tók. Fullyrðing Toyota byggi á því að rannsóknirnar sýni að rúmlega 50% af þeim tíma sem bifreiðarnar eru í akstri nota þær eingöngu rafmagn.

Neytendastofa taldi hins vegar hægt að skilja fullyrðingu Toyota með þessum tvennum hætti og útilokað að neytendur átti sig á því, af fullyrðingunni einni og sér, að hún eigi eingöngu við aksturstíma. Því væri villandi að birta fullyrðinguna án þeirrar skýringar að vísað væri til aksturstíma í blönduðum akstri.

Með ákvörðuninni var Toyota bönnuð frekari birting fullyrðingarinnar án þess að nánari skýringar kæmu fram.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK