Kína vill koma á viðskiptabandalagi gegn Bandaríkjunum

Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, fundaði með Federica Mogherini, utanríkisstjóra Evrópusambandsins, …
Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, fundaði með Federica Mogherini, utanríkisstjóra Evrópusambandsins, 1. júní. Heimildir Reuters herma að þrýst hafi verið á Evrópusambandið að starfa með Kína gegn aðgerðum Bandaríkjanna. AFP

Kína hefur beitt Evrópusambandið þrýstingi í þeim tilgangi að fá Evrópusambandið til þess að gefa út sameiginlega yfirlýsingu gegn viðskiptastefnu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á fundi sem fer fram síðar í þessum mánuði. Evrópusambandið hefur hins vegar miklar efasemdir um ágæti þessarar hugmyndar Kínverja. Þetta hefur Reuters eftir embættismönnum Evrópusambandsins.

Á fundum sem haldnir hafa verið í Brussel, Berlín og Beijing hafa háttsettir kínverskir embættismenn, þar með talið Liu He, varaforseti Kína, og Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, lagt til að stofnað verði óformlegt bandalag milli Kína og Evrópusambandsins gegn aðgerðum Bandaríkjanna. Kína hefur gefið vilyrði fyrir því að opna frekar sinn markað fyrir evrópskum vörum gegn því að samstarfi verði komið á.

Vilja sameiginlega málshöfðun gegn Trump

Meðal tillagna kínverskra stjórnvalda hefur verið að Evrópusambandið og Kína standi sameiginlega að málshöfðun gegn Bandaríkjunum fyrir Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO).

Evrópusambandið hefur hingað til hafnað hugmyndum um slíkt samstarf gegn Bandaríkjunum, en mikilvægur fundur Evrópusambandsins og Kína mun standa yfir 16.-17. júlí í Beijing.

Í stað bandalagsins er búist er við að undir lok fundar Kína og Evrópusambandsins verði gefin út sameiginleg yfirlýsing þess efnis að Kína og Evrópusambandið standi með hinu alþjóðlega viðskiptakerfi og að áhersla skuli lögð á að koma á laggirnar alþjólegum starfshópi til þess að nútímavæða Alþjóðaviðskiptastofnunina.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK