Viðskiptavinir fá lánaðan bíl

Um er að ræða samstarfsverkefni IKEA og Heklu.
Um er að ræða samstarfsverkefni IKEA og Heklu. Ljósmynd/Hekla

Viðskiptavinir IKEA munu geta fengið lánaðan bíl í tvær klukkustundir án endurgjalds til að flytja heim vörur sem þeir hafa keypt hjá versluninni. Er þetta hluti af samstarfsverkefni milli IKEA og Heklu sem gengur undir nafninu „Þvílíkt lán.“

Um er að ræða tilraunaverkefni til þriggja mánaða þar sem Hekla lánar viðskiptavinum IKEA tengiltvinnbílinn Mitsubishi Outlander PHEV í tvær klukkustundir án endurgjalds til að flytja IKEA vörurnar heim. 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem IKEA og Hekla taka höndum saman en í ágúst 2016 sameinuðust fyrirtækin í því að setja upp tíu hleðslustöðvar fyrir raf- og tengiltvinnbíla. Í dag eru hleðslustöðvarnar fyrir viðskiptavini IKEA orðnar 60 talsins við verslunina 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK