Tími snjall- og heilsuúra er kominn

Mikil aukning var í sölusnjall- og heilsuúra árið 2016.
Mikil aukning var í sölusnjall- og heilsuúra árið 2016. mbl.is

Vöxtur í sölu snjall- og heilsuúra hefur verið með mesta móti síðastliðin ár. Samkvæmt bráðabirgðaáliti Tollstjóra voru flutt inn 6.503 snjall- og heilsuúr til landsins á fyrri helmingi ársins. Það er 220% aukning frá sama tímabili árið 2016.

Í samtali við Morgunblaðið segir Hjörvar Freyr Hjörvarsson, vörustjóri síma- og heilsuflokks Elko, að sprenging hafi verið í sölu á snjallúrum árið 2016, en síðan þá hefur aukningin verið nokkuð stöðug. Samkvæmt tölum sem Hjörvar sendi blaðamanni, þá jókst salan 2016 um 138% í þessum vöruflokki, miðað við árið á undan. Árið 2017 hafi salan verið með svipuðu móti og 2016 en í ár sé aukningin um 6%, miðað við sama tíma í fyrra.

Kippur í kjölfar heilsubyltingar

Aðspurður hvernig þróunin hefur verið undanfarin ár í sölu á snjall- og heilsuúrum, segir Hjörvar að hún hafi verið mjög góð. 

„Það var ekki mikið um þessi úr fyrir 2014, en síðan þá hefur þetta aukist gríðarlega mikið,“ segir Hjörvar. „Það var með þessari heilsubyltingu hér á landi, fólk byrjaði að hjóla og hlaupa miklu meira, sem við sáum mikinn kipp í sölu á úrunum. Það var mikil aukning, bæði árið 2015 en sérstaklega árið 2016. Síðan þá hefur þetta verið nokkuð stöðug sala. Fólk er ekki að endurnýja þetta jafn oft og símana sína en við sjáum aftur á móti fleiri sem eru að nota þessi tæki.“ 

Orðnir glæsilegir skartgripir

Ríkarður Sigmundsson, framkvæmdastjóri Garmin-búðarinnar tekur í sama streng og Hjörvar. Hann segir mikla sprengingu í sölu undanfarin ár og að í fyrra hafi hann séð merki um að sala dýrari úra væri meiri.

„Í stað þess að viðskiptavinirnir séu að kaupa úr sem kosta 25 þúsund, þá sjáum við þá frekari sölu í millidýrum úrum,“ segir Ríkarður. „Dýrustu úrin hjá okkur hafa einnig selst vel, en það er stöðug sala á þeim.“

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK