Bréf í Origo taka kipp

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Bréf í Origo tóku kipp í upphafi dags en félagið greindi Kauphöll frá því í gærkvöldi að það hefði undirritað samkomulag um einkaviðræður um sölu á þriðjungshlut í Tempo ehf., dótturfélagi Origo til sjóðsins HPE Growth Capital. 

Það sem af er degi hafa bréfin hækkað um 3,70 prósent í 57 milljóna króna viðskiptum. Talið er að heildarvirði Tempo sé 62,5 milljónir Bandaríkjadala, eða um 6,9 milljarðar króna. Gert er ráð fyrir að kaupin gangi í gegn í september eða október.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK