Fleiri samkeppnismál vegna Google

Google gæti þurft að sæta nýrri rannsókn í tengslum við …
Google gæti þurft að sæta nýrri rannsókn í tengslum við Android-stýrikerfið, að þessu sinni í Brasilíu. AFP

Samkeppniseftirlit Brasilíu, CADE, íhugar nú rannsókn á viðskiptaaðferðum Google vegna meintrar markaðsmisnotkunar tengdrar Android-stýrikerfi fyrirtækisins. Þetta kom fram í viðtali forstjóra eftirlitsins, Alexandre Barreto, hjá blaðinu Valor Economico, segir í umfjöllun Reuters.

Forstjórinn lét þessi orð falla aðeins nokkrum vikum eftir að Google var sektað af samkeppniseftirliti Evrópusambandsins um 4,4 milljarða evra, andvirði rúmra 540 milljarða íslenskra króna. Upphæð sektarinnar var nýtt met, en fyrirtækið var einnig sektað í fyrra. Þá um 2,4 milljarða evra, andvirði tæplega 300 milljarða íslenskra króna.

Barreto sagði að þegar hafi verið hafið ferli til þess að skoða hvort ástæða sé til þess að hefja formlega rannsókn á Google. „Það sem við erum að skoða núna er úrskurður Evrópusambandsins og meta hvort ástæða sé til þess að aðhafast hér,“ sagði hann.

Android-stýrikerfi Google er notað í 80% allra snjallsíma heimsins. Á þeim forsendum taldi evrópska samkeppniseftirlitið að fyrirtækið væri að misnota stöðu sína þegar það setti skilyrði um forgang hugbúnaðar frá Google við notkun stýrikerfisins. Þetta hefur verið sagt skapa ósanngjarna samkeppnisstöðu annarra hugbúnaðarframleiðenda á markaði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK