Modulus byggir 33 íbúðir fyrir Bjarg

Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs, og Berta Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Modulus.
Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs, og Berta Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Modulus. Ljósmynd/Aðsend

Bjarg íbúðafélag skrifaði í dag undir samning við Modulus um byggingu 33 íbúða í þremur húsum við Asparskóga á Akranesi. Modulus byggir og afhendir íbúðirnar fullkláraðar. Fyrstu 22 íbúðirnar verða afhentar um miðjan maí 2019 en síðustu ellefu íbúðirnar mánuði síðar. 

Bjarg íbúðafélag er húsnæðissjálfseignarstofnun stofnuð af ASÍ og BSRB og er félagið rekið án hagnaðarmarkmiða og ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Segir Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs, því aðferðafræði Modulus henta félaginu vel; hagkvæmur og hraður byggingarstíll.

Bjarg stefnir að því að bjóða þriggja herbergja íbúð til …
Bjarg stefnir að því að bjóða þriggja herbergja íbúð til leigu á 120 þúsund krónur. Mynd/Svava Jóns arkitekt

„Það er í anda verkefnisins að við leitum hagkvæmra leiða við byggingu íbúðanna og þar hefur byggingartíminn áhrif,“ segir Björn. „Okkur fannst þessi aðferðafræði Modulus mjög áhugaverð og þessi húsagerð hentar mjög vel skipulaginu á Akranesi.“

Spurður út í leiguverð íbúðanna segir Björn það ekki liggja nákvæmlega fyrir en reikna megi með því að þriggja herbergja íbúð verði í kringum 120 þúsund krónur. Það ráðist endanlega af langtímafjármögnuninni sem félaginu býðst. „Leiguverðið verður hagkvæmara á Akranesi en í Reykjavík en það er fyrst og fremst út af stífum skipulagsskilmálum í borginni og hærra lóðaverði.“

Berta Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Modulus, fagnar samstarfinu við Bjarg og segir það henta fyrirtæki eins og Modulus einkar vel að vinna fyrir verkkaupa sem geri ríkar kröfur um byggingarhraða og hagkvæman byggingarstíl. Fyrirtækið byggi úr svokölluðum „módúlum“ sem komi fullkláraðir á byggingarsvæðið og því er byggingartíminn styttri en við aðrar hefðbundnari byggingaraðferðir.

„Við trúum því að þetta sé það sem koma skal í húsbyggingum á Íslandi,“ segir Berta í samtali við mbl.is. Svava Björk Hjaltalín er arkitekt húsanna. Hún var í viðtali hjá K100 á dögunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK