Munur verðmats og markaðsgengis aldrei meiri

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel.
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Greinendur Capacent meta verðmæti Marel á 328 milljarða króna, í samanburði við 252 milljarða króna markaðsvirði félagsins samkvæmt nýrri verðmatsskýrslu Capacent. Ástæða þessa hærra verðmats er stórbættur rekstur fyrirtækisins, mikill tekjuvöxtur og uppkaup félagsins á eigin bréfum, að því er fram kemur í skýrslu ráðgjafafyrirtækisins.

Verðmatsgengi Capacent á Marel á fyrri hluta ársins 2017 var í samræmi við gengi á markaði en frá miðju síðasta ári hefur munurinn á verðmatsgengi og markaðsgengi aukist jafnt og þétt. Þrátt fyrir gott uppgjör hefur gengi Marels á markaði lækkað og hefur munurinn á verðmatsgengi og markaðsgengi aldrei verið meiri en nú. Tekjur Marels námu 581,1 milljón evra á fyrri árshelmingi samanborið við 496,5 milljónir evra á sama tímabili í fyra. Rekstrarhagnaður (EBIT) var 82,4 milljónir evra en var 61,1 milljón evra á sama tímabili í fyrra.

Í skýrslu Capacent kemur fram að rekstrarhagnaður Marels sé einnig í takt við væntingar. Salan hafi verið meiri en gert var ráð fyrir en framlegð minni. Með hliðsjón af því endurskoðaði Capacent verðmat sitt sem leiddi til 1% hækkunar. Tekið er fram að veginn fjármagnstekjukostnaður hafi lækkað lítillega sem hefur þessi áhrif til hækkunar. Hækkar því verðmat Capacent á Marel um 2% frá síðasta verðmati. peturhreins@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK