293 milljóna hagnaður hjá Íslandshótelum

Íslandshótel reisa nú nýtt hótel í hjarta höfuðborgarinnar við Lækjargötu.
Íslandshótel reisa nú nýtt hótel í hjarta höfuðborgarinnar við Lækjargötu. Teikning/Atelier arkitektar

Íslandshótel skiluðu 293 milljóna króna hagnaði af rekstri samstæðunnar fyrstu 6 mánuði ársins. Á sama tímabili í fyrra var hagnaðurinn 53 milljónir króna. Í tilkynningu frá Íslandshótelum kemur fram að aukinn hagnað megi rekja til 600 milljóna króna veltuaukningar á milli ára en félagið opnaði m.a. Fosshótel á Mývatni um mitt ár 2017.

Tekjur Íslandshótela voru 5,2 milljarðar á fyrstu sex mánuðum þessa árs samanborið við 4,6 milljarða á sama tímabili í fyrra. EBITDA, hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta, nam 1,2 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við rúman milljarð fyrir sama tímabil í fyrra.

Heildareignir félagsins námu 38,1 milljarði króna í lok júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK