Útgjöld ferðamanna jukust um 8,1% á milli ára

Útgjöld ferðamanna jukust um 6,6 milljarða króna á milli ára.
Útgjöld ferðamanna jukust um 6,6 milljarða króna á milli ára. Ljósmynd/Hilmar Bragi/Víkurfréttir

Þjónustuútflutningur nam 175,7 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi samkvæmt bráðabirgðauppgjöri Hagstofunnar. Er það 7,2% hærri upphæð en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans í dag.

Þjónustuinnflutningur nam 120,8 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi og jókst öllu meira, eða um 17,8% frá sama tímabili í fyrra. Afgangur af þjónustujöfnuði nam því 55 milljörðum króna og dróst saman um 10,5% á milli ára. Er þetta minnsti afgangur af þjónustujöfnuði síðan árið 2014 er hann nam 32,3 milljörðum króna.

Vöxtur ferðaþjónustu bar uppi aukninguna í þjónustuútflutningi líkt og hefur verið undanfarin ár. Útflutningur ferðaþjónustu skiptist í þjónustuliðina ferðalög annars vegar og farþegaflutninga hins vegar. Ferðalög mæla útgjöld erlendra ferðamanna hér á landi án kaupa þeirra á flugþjónustu innlendra flugfélaga. Jukust þau um 6,6 milljarða króna, eða um 8,1% á milli ára. Skýrir sú upphæð 84,2% af heildaraukningu þjónustuútflutnings milli ára.

Farþegaflutningar drógust saman um einn milljarð, eða um 2,2%. Samanlagt skýrir útflutningur ferðaþjónustu 71% af heildaraukningu þjónustuútflutnings.

Hagsjá Landsbankans má í heild sinni lesa hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK