Frjáls fjölmiðlun tapaði 43 milljónum

Sigurður G. Guðjónsson er eigandi Dalsdals ehf.
Sigurður G. Guðjónsson er eigandi Dalsdals ehf. mbl.is/Kristinn

Frjáls fjölmiðlun ehf. skilaði tapi upp á 43,6 milljónir króna á þeim tæplega fjórum mánuðum sem félagið starfaði, en Frjáls fjölmiðlun á og rekur DV, auk fleiri fjölmiðla. Tekjur félagsins frá því starfsemi þess hófst í september 2017 voru 81,4 milljónir fram að áramótum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ársreikningi félagsins, en Kjarninn greindi fyrst frá málinu.

Frjáls fjölmiðlun keypti fjölmiðla Pressusamstæðunnar í september 2017, en félagið er í eigu Dalsdals ehf., sem er í eigu Sigurðar G. Guðjónssonar lögmanns. Skuldir Frjálsrar fjölmiðlunar námu 542 milljónum króna um síðustu áramót, en eignir félagsins eru metnar á 529 milljónir króna. Þar af eru óefnislegar eignir bókfærðar á 470 milljónir króna.

Stærsta skuld Frjálsrar fjölmiðlunar er við eigandann, Dalsdal ehf., eða 425 milljónir. Sú skuld virðist vaxtalaus og á að greiðast til baka á árunum 2018 til 2022, 85 milljónir króna á ári. Í ársreikningi Dalsdals kemur ekki fram hver lánaði því félagi fjármagn til að lána Frjálsri fjölmiðlun, en Dalsdalur á að greiða þeim aðila alla upphæðina til baka á þessu ári.

Í ársreikningi Frjálsrar fjölmiðlunar kemur fram að ógreitt kaupverð eigna hafi verið 53 milljónir króna í árslok 2017. Eigið fé félagsins var neikvætt um 13,3 milljónir, inngreitt hlutafé voru 30 milljónir og átti félagið 14,6 milljónir króna í handbæru fé.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK