Ekkert ákveðið varðandi kaupin

Enga ákvörðun er búið að taka varðandi kaupin.
Enga ákvörðun er búið að taka varðandi kaupin. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Ekkert liggur fyrir varðandi ákvörðun um hvort Icelandair muni kaupa meirihluta ráðandi hlut í flugfélagi Grænhöfðaeyja, Cabo Verde Airlines.

Þetta segir Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair.

„Við erum að vinna með félaginu en það liggur ekki fyrir hvenær við munum taka ákvörðun um hvort við förum í þessi kaup eða ekki,“ segir hann.

Samningur var gerður við fyrirtækið varðandi aðstoð Icelandair við ráðgjöf og fleira í starfsemi fyrirtækisins og hafa Loftleiðir Icelandic verið að vinna náið með því.

Gangi samningaviðræður eftir mun Icelandair eignast allt að 51% hlut í félaginu. Hin 49% munu seljast til annarra kaupenda, helst til fyrirtækja og fjárfesta sem hafa tengsl við Grænhöfðaeyjar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK