Forstjóraskipti hjá Daimler Benz

Dieter Zetsche.
Dieter Zetsche. AFP

Forstjóraskipti verða hjá þýska bílaframleiðandanum Daimler á næsta ári en í stað Dieter Zetsche kemur Svíinn Ola Kallenius.

Í tilkyningu frá Daimler Benz kemur fram að Zetsche láti af störfum eftir aðalfund félagsins 22. maí á næsta ári. Zetsche, sem hefur verið forstjóriDaimler frá 2006, mun stýra sérstakri ráðgjafaráði félagsins frá árinu 2012 en ákvæði er um að hann megi ekki taka sæti í ráðinu fyrr en að tveimur árum liðnum frá því hann lætur af starfi forstjóra.

Ola Kallenius.
Ola Kallenius. AFP

Kallenius hefur unnið fyrir Daimler frá árinu 1993 og undanfarið ár hefur hann stýrt þróunar- og framleiðslusviði Mercedes-Benz.

Kallenius er 49 ára en Zetsche er 65 ára. Hann hefur unnið víða fyrir fyrirtækið, bæði í höfuðstöðvum Mercedes í Stuttgart og eins í Bretlandi og Bandaríkjunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK