Spá óbreyttum vöxtum

Seðlabankinn.
Seðlabankinn. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Hagfræðideild Landsbankans telur að peningastefnunefnd Seðlabankans muni halda stýrivöxtum óbreyttum á næsta fundi nefndarinnar, en ákvörðunin verður tilkynnt miðvikudaginn 3. október.

„Við teljum þó um 30% líkur á að nefndin kjósi að hækka vexti enda kallar ýmislegt í nýliðinni hagþróun og nýjum hagtölum á hert aðhald. Þar má nefna hækkun verðbólguvæntinga, töluvert mikinn hagvöxt á fyrri helmingi ársins, lækkandi raunstýrivaxtastig og nokkuð snarpa veikingu krónunnar.

Tónninn í síðustu Peningamálum var nokkuð harðari en verið hefur síðustu misseri. Verði ákvörðun nefndarinnar að halda stýrivöxtum óbreyttum er líklegt að tónninn í yfirlýsingum nefndarinnar verði enn hertur og beinlínis ýjað að vaxtahækkun innan skamms. Ný þjóðhags- og verðbólguspá Seðlabankans lítur dagsins ljós í nóvember en samhliða því er vaxtaákvörðunarfundur,“ segir í riti hagfræðideildar Landsbankans, Hagsjá.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK