Kaupa 12,7% hlut ORK í HS Orku

Svissneskt fjárfestingarfélag hefur skrifað undir kaupsamning á 12,7 prósenta hlut …
Svissneskt fjárfestingarfélag hefur skrifað undir kaupsamning á 12,7 prósenta hlut ORK í HS Orku. mbl.is/Ómar Óskarsson

Svissneska fjárfestingafélagið Disruptive Capital Renewable Energy AG hefur skrifað undir kaupsamning á 12,7 prósenta hlut fagfjárfestasjóðsins IRK í HS Orku. Móðurfélag DC Renewable Energy AG, Disruptive Capital Finance er skráð í kauphöllina í Sviss. Þetta kemur fram í tilkynningu. Um er að ræða hlut allan hlut ORK í HS Orku en ORK er að stærstum hluta í eigu lífeyrissjóða. HS Orka á og rekur tvær jarðvarmavirkjanir, Orkuverið Svartsengi og Reykjanesvirkjun.

Kemur þar fram að DC Renewable Energy hefur um árabil kynnt sér íslenskan orkugeira í gegnum systurfélag sitt, Atlantic SuperConnection, sem sérhæfir sig í þróunarverkefnum í orkugeira. Á þessu tímabili hafi félagið séð tækifæri sem gætu falist í frekari nýtingu á jarðvarma til orkuframleiðslu á alþjóðavísu og telur fjárfestingu í HS Orku því góðan fjárfestingarkost til lengri tíma.

„DC Renewable Energy telur þörf á tafarlausum aðgerðum í loftslagsmálum og vil taka þátt í að vinna gegn neikvæðum áhrifum loftlagsbreytinga. Að mati DC Renewable Energy verður það best gert  með aukinni notkun á grænni orku á heimsvísu. Nýting jarðvarma getur, að mati fyrirtækisins, verið lykilþáttur í að auka hlut orkugjafa sem lágmarka útblástur gróðurhúsalofttegunda,“ segir í tilkynningu.

„Sú staðreynd að HS Orka er meðal fremstu fyrirtækja í heimi hvað varðar þekkingu á nýtingu jarðvarma, hefur hæft stjórnendateymi og öfluga ábyrga hluthafa, eru ráðandi þættir í ákvörðun um fjárfestinguna í fyrirtækinu. Þá vekur forystuhlutverk fyrirtækisins í tækniþróun í þessum geira, m.a. með aðkomu að IDDP-2 djúpborunarverkefninu, vonir um enn frekari möguleika til nýtingar jarðvarma víða um heim.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK