Skatturinn hefur heimsótt 2.462 fyrirtæki

Starfsmenn ríkisskattstjóra fara í fjölda eftirlitsferða í fyrirtæki.
Starfsmenn ríkisskattstjóra fara í fjölda eftirlitsferða í fyrirtæki. mbl.is/​Hari

Hjá embætti ríkisskattstjóra er starfrækt skatteftirlit sem meðal annars sinnir því að heimsækja rekstraraðila og fara yfir hvort staðgreiðsluskil, virðisaukaskattsskil og tekjuskráning er í lagi. Er þetta gert á landsvísu.

Fram kemur á heimasíðu ríkisskattsjóra að á fyrstu átta mánuðum ársins 2018 voru 2.462 fyrirtæki heimsótt, þ.a. 1.136 á höfuðborgarsvæðinu. Heimsóknir á Suðurlandi voru 473, Norðurlandi 386, Vesturlandi 240, Reykjanesi 140 og á Austurlandi voru þær 87.

Ef heimsóknirnar eru flokkaðar eftir atvinnugreinum voru 859 til fyrirtækja í byggingargeiranum, 891 í tengslum við gistingu, ferðaþjónustu og veitingastaði, fyrirtæki í verslun og þjónustu voru 457 og verkstæðis- og bílaþjónustu 123. Eftir standa þá 132 fyrirtæki sem voru í annarri starfsemi en áður er talið.

Ef eitthvað reynist í ólagi eru gefin leiðbeindi tilmæli um úrbætur og síðan athugað aftur hvort gerð hefur verið bragarbót.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK