Töluverðar lækkanir í bandarísku kauphöllinni

Maður sést hér ganga fram hjá kauphöllinni í New York …
Maður sést hér ganga fram hjá kauphöllinni í New York í dag. AFP

Hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum tóku dýfu niður á við í dag, en þær hafa ekki fallið jafnmikið á einum degi í marga mánuði. Margir hafa áhyggjur af vaxtahækkunum, verðbólgu og harðnandi viðskiptadeilu. 

Fram kemur á vef BBC, að Nasdaq-vísitalan hafi lækkað um 4% eða um 315,9 stig og stóð hún í lok dags í 7.422 stigum. 

Dow Jones-vísitalan og S&P 500-vísitalan féllu um rúm 3%, en lækkunin jókst eftir því sem leið á daginn. Verð á hlutabréfum í Netflix lækkaði um 8% og um 6% í Amazon. 

Lækkanir urðu einnig í evrópskum kauphöllum í dag, en hlutabréfavísitölur í Frakklandi og Þýsklandi féllu um 2%. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK