Fagna því að vinnan er hafin

Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri.
Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri. Ljósmynd/Aðsend

„Við í Seðlabankanum fögnum því að þessi vinna er hafin. Áformin sem kynnt eru í tilkynningu forsætisráðuneytisins og fjármála- og efnahagsráðuneytisins í dag eru mjög í anda þess sem Seðlabankinn hefur látið frá sér fara að undanförnu.“

Þetta segir Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri í tilefni fréttar um sameiningu Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins.

„Þá fögnum við því að tekinn skuli af allur vafi um að verðbólgumarkmiðið verði áfram meginmarkmið peningastefnunnar og að virt skuli sjálfstæði bankans og peningastefnunefndar hans til þess að beita stjórntækjum bankans,“ bætir Rannveig við.

Seðlabankinn Íslands.
Seðlabankinn Íslands. mbl.is/Ómar

Fram kom í fréttinni um sameininguna að meg­in­leiðarljós vinn­unn­ar verði að efla traust, gagn­sæi og skil­virkni við yf­ir­stjórn efna­hags­mála.

Yf­ir­stjórn verkefnisins verður í hönd­um ráðherra­nefnd­ar um efna­hags­mál og end­ur­skipu­lagn­ingu fjár­mála­kerf­is­ins sem í sitja for­sæt­is­ráðherra, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra og mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra.

„Þetta er metnaðarfullt verkefni en það er heilmikil vinna framundan hjá öllum þessum aðilum sem eru kallaðir til að útfæra þetta. Passa þarf upp á að við náum að gera þetta á sem bestan mögulegan hátt fyrir land og þjóð,“ segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins í samtali við mbl.is.

Á veg­um ráðherra­nefnd­ar­inn­ar starfar verk­efn­is­stjórn um pen­inga­stefnu, þjóðhags­varúð og fjár­mála­eft­ir­lit, skipuð af for­sæt­is­ráðherra. Verk­efn­is­stjórn­in skal skila drög­um að laga­frum­vörp­um til ráðherra­nefnd­ar eigi síðar en 28. fe­brú­ar á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK