Lækkanir á Wall Street valda titringi

Vísitalan í kauphöllinni í Taívan, þar sem mikið er um …
Vísitalan í kauphöllinni í Taívan, þar sem mikið er um skráð tæknifyrirtæki, lækkaði um 6,3%, en það hefur ekki gerst síðan árið 2008 AFP

Hressilegar lækkanir á hlutabréfamarkaði Wall Street hafa valdið titringi á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum og hefur verð á hlutabréfum í Asíu og Evrópu tekið snarpa dýfu. Svo virðist sem áhyggjur vegna mögulegs viðskiptastríðs Bandaríkjanna og Kína sé farið að hafa áhrif á væntingar fjárfesta að því er fram kemur í frétt Financial Times.

Mest var um sölu í hlutabréfum í tæknifyrirtækjum á miðvikudag í Bandaríkjunum en Stoxx tæknivísitalan fór niður um 1,7% eftir að hafa farið niður um 3% fyrr þann dag.

Vísitalan í kauphöllinni í Taívan, þar sem mikið er um skráð tæknifyrirtæki, lækkaði um 6,3%, en það hefur ekki gerst síðan árið 2008. Á sama tíma lækkaði kínverski netrisinn Tencent um tæp 7% í Hong Kong.

Evrópska vísitalan Stoxx 600 hefur auk þess ekki verið jafn lág síðan í febrúar 2017 og féll um 2% í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK