Audi sektað um 108 milljarða

Audi þarf að greiða 108 milljarða króna í sektir vegna …
Audi þarf að greiða 108 milljarða króna í sektir vegna díselvéla fyrirtækisins. AFP

Þýski bílaframleiðandinn Audi hefur verið sektaður um 800 milljónir evra, 108 milljarða íslenskra króna, fyrir frávik frá reglugerðum um díselvélar.

Þýskir saksóknarar leggja sektina á fyrirtækið, sem er dótturfyrirtæki Volkswagen. Í tilkynningu frá Volkswagen segir að Audi muni una sektinni, en hún er lögð á þar sem V6- og V8-díselvélar sem Audi smíðaði voru sérstaklega útbúnar til þess að láta líta út fyrir að útblástur bílanna væri minni en hann er í raun.

Í tilkynningu Volkswagen segir einnig að sektin muni hafa bein áhrif á afkomu fyrirtækisins á þessu ári. 

Þessi nýjasta sekt á hendur Volkswagen-samsteypunni vegna útblásturhneykslisins sem kom upp árið 2015 bætist ofan á þá rúmu 27 milljarða evra sem bílaframleiðandinn og dótturfélög hans hafa þurft að greiða í sektir og annan kostnað á mörkuðum víða um heim vegna díselsvindlsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK