Leiðakerfi WOW stækkað um 15%

Forstjórinn sagði ljóst að tryggja þyrfti frekara fjármagn til félagið …
Forstjórinn sagði ljóst að tryggja þyrfti frekara fjármagn til félagið geti haldið áfram að vaxa. Ljósmynd/Aðsend

Flugfélagið WOW air ætlar að stækka leiðakerfi sitt um 15% á næsta ári. Auka á tíðni flugferða til stærstu áfangastaða félagsins í Bandaríkjunum vegna eftirspurnar Indverja þegar WOW hefur flug til Delí á Indlandi. Þetta sagði Skúli Mogensen, forstjóri WOW, í viðtali í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

WOW air tilkynnti að það myndi hætta með flug til bandarísku borganna St Louis, Cincinnati og Cleveland á svipuðum tíma og skuldabréfaútboð flugfélagsins stóð yfir og var útlit fyrir að félagið væri að minnka umsvif vegna fjárhagsörðugleika. Sagði Skúli að flug til borganna þriggja hafi ekki staðist væntingar og að flugflota félagsins væri betur varið öðruvísi.

Flugfélagið tilkynnti nýlega flugferðir til Orlando í Flórída og verður nýr áfangastaður í Norður-Ameríku kynntur í næstu viku.

Forstjórinn sagði ljóst að tryggja þyrfti frekara fjármagn til að félagið geti haldið áfram að vaxa og að hlutabréfaútboð væri á næsta leyti.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK