Lítið félag í evrópskum samanburði

Sameinað félag þykir ekki stórt miðað við stærstu félögin á …
Sameinað félag þykir ekki stórt miðað við stærstu félögin á Norðurlöndunum og í Evrópu. mbl.is/Hallur

Farþegafjöldi Icelandair mun aukast verulega í kjölfar kaupa félagsins á WOW air, en það síðarnefnda flutti um 2,8 milljónir farþega á fyrstu níu mánuðum ársins. Á sama tímabili voru farþegar Icelandair um 3,3 milljónir. Þetta kemur fram á vefnum Túristi.is. Samtals flugu félögin því með um 6,4 milljónir farþega frá því í janúar á þessu ári og fram í lok september.

Sameinuð eru flugfélögin tvö þó langt frá því að ná stærstu flugfélögum Norðurlandanna hvað farþegafjölda varðar, en til samanburðar flugu 28,3 milljónir farþega með Norwegian á sama tíma tímabili, um 22 milljónir með SAS og rúmlega 10 milljónir með Finnair.

Finnair er umtalsvert stærra en Icelandair en er samt langt frá því að komast inn á lista yfir 10 stærstu flugfélögin í Evrópu. Þar er Lufthansa á toppnum með 108,5 milljónir farþega á timabilinu. Í öðru sæti er Ryanair með 105,4 milljónir farþega og í því þriða IAG (BA, Iberia o.fl.) Norwegian nær áttunda sætinu.

Miðað við farþegafjöldatölur fyrir allt síðasta ár hefði sameiginlegur farþegafjöldi Icelandair og WOW í fyrra ekki einu sinni dugað til að koma félaginu inn á topp 20 listann í álfunni það ár.

Í dag bjóða flugfélögin samtals upp á 56 áfangastaði en 21 áfangastaður er sá sami. Það verður áhugavert að sjá hvort og þá hvaða breytingar verða gerðar á leiðakerfinu og flugframboði í kjölfar sameiningar, en bæði félögin höfðu boðað breytingar á leiðakerfum sínum á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK