Bandaríkjamenn borið uppi aukningu haustsins

Ferðamenn í Viðey.
Ferðamenn í Viðey. mbl.is/Ómar Óskarsson

Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll í október voru um 200 þúsund talsins samkvæmt talningum Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða um 17.700 fleiri en í október á síðasta ári.

Fjölgunin í október nam 9,7% milli ára en hún hefur einungis mælst hærri tvo mánuði ársins, í maí (13,2%) og september (13,6%), að því er Ferðamálastofa greinir frá.

Bandaríkjamenn voru langfjölmennastir í október og fjölgaði þeim verulega frá því í sama mánuði í fyrra eða um 35,6%. Fækkun var í brottförum Norðurlandabúa, íbúa frá Bretlandseyjum og Asíu og var hún á bilinu 7,7%-13,2% að sögn Ferðamálastofu.

Þá segir, að þegar litið sé til haustsins í heild (september-október) megi sjá mun minni fjölgun í brottförum erlendra farþega á árunum 2016-2018 en á árunum 2014 til 2016. Þannig hafi aukningin verið 11,8% milli ára 2017-2018 að hausti til, 15,6% milli ára 2016-2017 en 50,2% frá 2015-2016 og 43,6% frá 2014-2015. Bandaríkjamenn hafa borið uppi aukningu haustsins en þeim hefur fjölgað um 40,1%.

Frá áramótum (janúar-október) hafa tvær milljónir erlendra farþega farið frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll sem er 5,9% fjölgun miðað við sama tímabil í fyrra.

Nánar á vef Ferðamálastofu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK