Vanþróaður orkumarkaður

Þegjandi samkomulag hefur ríkt á orkumarkaði að sögn Magnúsar Júlíussonar.
Þegjandi samkomulag hefur ríkt á orkumarkaði að sögn Magnúsar Júlíussonar. mbl.is/​Hari

Dreifiveitur, sem starfa í krafti sérleyfis og á einokunarmarkaði, stíga á virkan hátt inn á smásölumarkað rafmagns þar sem frjáls samkeppni ætti að ríkja.

Þetta segir Magnús Júlíusson, framkvæmdastjóri Íslenskrar orkumiðlunar, sem fékk fyrst fyrirtækja leyfi frá Orkustofnun til þess að stunda raforkuviðskipti í byrjun árs 2017.

Í samtali í ViðskiptaMogganum í dag segir Magnús að fyrirtækið hyggist brjóta upp markaðinn en ýmsar hindranir eru í vegi, að hans sögn. Hann segir það merkilegt að hið opinbera skuli búa til leikreglur en fari svo ekki eftir þeim og bíði eftir því að einhver komi og taki til. „Það að dreifiveitur komist upp með það, í áraraðir, að vera í þegjandi samkomulagi um það að innan þeirra svæðis njóti bara þeirra systur- eða dótturfélög allra tilfærslna á viðskiptum er auðvitað bara eins mikil hömlun fyrir nýja aðila að koma inn eins og hugsast getur.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK