Arðgreiðslur eðlilegur þáttur útgjalda OR

Orkuveita Reykjavíkur.
Orkuveita Reykjavíkur. mbl.is/Árni Sæberg

Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, segir að arðgreiðslur séu eðlilegur þáttur útgjalda OR og gert sé ráð fyrir þeim í fjárhagsspám OR. Brynhildur greinir frá þessu í kjölfar ummæla Hildar Björnsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem gagnrýnir OR fyrir að taka tæplega þriggja milljarða króna lán til þess að greiða arð. 

Hildur í segir í samtali við Rúv að lánið sé á mjög óhagstæðum kjörum. Hún segir enn fremur að hún hafi óskað eftir skýringum um hvers vegna lánið var tekið.

Hildur Björnsdóttir og Eyþór Arnalds, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, á fundi borgarstjórnar.
Hildur Björnsdóttir og Eyþór Arnalds, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, á fundi borgarstjórnar. mbl.is/Eggert

Brynhildur segir í yfirlýsingu sem var send á fjölmiðla vegna gagnrýni Hildar, að skýr eigendastefna Orkuveitu Reykjavíkur frá árinu 2012 hafi átt mikinn þátt í að það tókst að reisa fjárhag fyrirtækisins við þannig að nú sé hann traustur. Þess hafi viðskiptavinir notið með lækkun á ýmsum gjaldskrám síðustu misseri og einnig eigendur sem fengu greiddan arð af rekstrinum árið 2017. Það hafi verið í fyrsta skipti um árabil.

Brynildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur.
Brynildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. mbl.is/​Hari

Arður ekki greiddur út nema ljóst að fjárhagsstaðan leyfi

„Í tilefni ummæla stjórnarmanns í fjölmiðlum í dag bendi ég á að í eigendastefnunni, sem samþykkt var einróma í öllum þremur sveitarstjórnum eigenda fyrirtækisins, er kveðið á um að reksturinn skuli skila eigendum arði.

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur ber að starfa í samræmi við þennan eindregna vilja allra eigendanna þriggja – Reykjavíkurborgar, Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar – og hefur sett rekstrinum og einstökum þáttum hans arðsemismarkmið. Þau taka meðal annars mið af þeim mörkum sem sett eru sérleyfisrekstri í lögum og reglugerðum og metnaði til að samkeppnisrekstur á borð við raforkusölu til stórnotenda sé ábatasamur. Arður er þó ekki greiddur út nema ljóst sé að fjárhagsstaðan leyfi og því hafa arðgreiðsluskilyrði, sex talsins, einnig verið sett. Þau eru almenningi aðgengileg á vefnum.

Arðgreiðslur eru því eðlilegur þáttur útgjalda Orkuveitu Reykjavíkur og er gert ráð fyrir þeim í fjárhagsspám OR, sem eru öllum aðgengilegar. Fjármögnun Orkuveitu Reykjavíkur, þar á meðal lánsfjármögnun, tekur mið af fyrirsjáanlegum tekjum og gjöldum og fjárhagslegum markmiðum í rekstrinum. Sú lántaka, sem sætir gagnrýni í fjölmiðlum í dag, var í fullu samræmi við allt ofangreint,“ segir Brynhildur í yfirlýsingunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK