Þýskur netbanki ætlar að opna á Íslandi

Þýski netbankinn N26 ætlar að bjóða upp á bankareikninga sem …
Þýski netbankinn N26 ætlar að bjóða upp á bankareikninga sem verða í evrum auk debet Mastercard-korts. AFP

Þýski netbankinn N26 áformar að opna á viðskipti hér á landi fyrir lok þessa árs. Bæði er um að ræða viðskipti fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Er opnunin hér hluti af stækkunaráformum bankans á Norðurlöndunum, Póllandi og í Liechtenstein. Bankareikningar verða í evrum, auk þess sem viðskiptavinir fá debet Mastercard-kort. Öll viðskipti fara fram í gegnum snjallsíma og því er ekki um að ræða að útibú verði opnað.

Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að sjónum sé beint að fólki sem býr erlendis og geti með þessu millifært fjármuni á aðra reikninga á evrusvæðinu. Þá sé fyrirtækjareikningur bankans hugsaður fyrir fólk sem vinnur í verktöku eða er í eigin rekstri og þarf að ferðast mikið.

N26 tók til starfa árið 2015 og veitir þjónustu í 22 löndum í Evrópu. Í október voru viðskiptavinir hans 1,5 milljónir og voru millifærslur yfir einum milljarði evra, eða sem nemur rúmlega 130 milljörðum íslenskra króna. Hjá bankanum starfa 500 manns.

Auk þess að stefna á opnun á Íslandi og Liechtenstein stefnir bankinn á að opna í Bandaríkjunum á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK