Markaðurinn tekur illa í stöðvunina

Fjárfestar vita ekki hvers vegna farið var fram á stöðvun …
Fjárfestar vita ekki hvers vegna farið var fram á stöðvun viðskipta með bréf Icelandair. mbl.is/Eggert

Íslenskur hlutabréfamarkaður tók ekki vel í stöðvunina á viðskiptum með bréf Icelandair í morgun, en stöðvunin var að beiðni Fjármálaeftirlitsins.

Hlutabréf í 16 af 17 skráðum félögum á markaði, að Icelandair undanskildu, hafa fallið í verði. Engin viðskipti hafa orðið á bréfum Sjóvá og því hefur gengi félagsins ekki hreyfst neitt.

Hlutabréf í Skeljungi hafa fallið um 4,05%, Eik um 3,97%, Origo um 3,26% og Arion banka um 3,1%, svo nokkur dæmi séu tekin.

Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, sagði í samtali við mbl.is að fastlega mætti búast við tilkynningu frá Icelandair í dag en ljóst er að fjárfestar kunna ekki vel við það óvissuástand sem nú ríkir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK