Bréf Icelandair lækka um 9,78%

mbl.is/Eggert

Hlutabréf í Icelandair hafa lækkað um 7,54% í verði það sem af er degi en viðskipti hófust í kauphöllinni klukkan 9:30.

Alls hafa átt sér stað viðskipti með bréf félagsins fyrir 154 milljónir króna í 16 viðskiptum. 

Hlutabréfin hafa haldið áfram að lækka og á aðeins nokkrum mínútum hefur lækkunin farið úr 7,54% í 10,23%. Það sem af er ári hafa hlutabréf Icelandair lækkað um rúm 30% og voru síðustu viðskipti á genginu 10. Lægst hefur verð hlutabréfa Icelandair farið í 6,53 á árinu en hæst í 16,55.

Líkt og fram kom á mbl.is í morgun hefur verið hætt við sameiningu Icelandair og WOW air.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK