Má vera að til uppsagna komi

Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, að loknum starfsmannafundi í morgun.
Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, að loknum starfsmannafundi í morgun. mbl.is/Eggert

Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, segir að mögulega geti komið til uppsagna hjá félaginu. Hann segir öruggt að starfsfólk félagsins muni fá laun greidd nú um mánaðarmótin. Þegar hann gekk af starfsmannafundi rétt í þessu sagði hann að viðræður við mögulegan kaupanda, eftir að Icelandair hætti við kaup á félaginu, gangi vel og að hann búist við niðurstöðu fljótlega í þeim efnum.

Skúli vildi hins vegar ekki svara því til við hvern félagið ætti í viðræðum. Vildi hann hvorki svara því hvort um innlendan eða erlendan fjárfesti væri að ræða eða hvort um væri að ræða flugfélag eða almennan fjárfesti.

Sagðist Skúli vera mjög bjartsýnn á framhaldið og spurður hvort hann væri vonsvikinn með að kaup Icelandair hafi ekki gengið upp sagði hann: „ég er aldrei vonsvikinn.“

Tilkynnt hefur verið um að félagið hafi skilað fjórum af þeim flugvélum sem félagið var með á leigu. „Það má vera,“ sagði Skúli spurður hvort búast megi við uppsögnum. Það hafi hins vegar ekki verið rætt á starfsmannafundinum og vildi hann að öðru leyti ekki tjá sig um mögulegar uppsagnir. Þá sagði hann öruggt að starfsfólk fengi greitt um mánaðarmótin. „Að sjálfsögðu, aldrei verið vafi á því,“ sagði hann áður en hann gekk inn á skrifstofu félagsins og bætti við „Ég hef ekkert meira um þetta að segja.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK