Gaf engin fyrirheit um lán

mbl.is/ÞÖK

Fram kemur í yfirlýsingu frá Arion banka að þó að viðræður hafi verið í gangi hafi hvorki lánsloforð né fyrirheit um lánveitingu til flugfélagsins Primera Air legið fyrir áður en félagið fór í þrot, en í frétt Viðskiptablaðsins í dag er haft eftir Andra Má Ingólfssyni, sem stýrði flugfélaginu, að það væri enn í rekstri ef bankinn hefði veitt brúarfjármögnun líkt og staðið hafi til.

Enn fremur segir í yfirlýsingunni að það sé rangt að bankinn hafi þrýst á að rekstur ferðaskrifstofa Primera Travel Group yrði færður í nýtt félag líkt og hermt sé í fréttinni. Bankinn hafi hins vegar samþykkt að sú leið yrði farin og metið það sem svo „að með því væri hagsmuna bankans, starfsfólks ferðaskrifstofanna, viðskiptavina þeirra, sem annars hefðu endað sem strandaglópar víða um heim, og annarra kröfuhafa best gætt“.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK