Reykjavík og Airbnb í samstarf

Á höfuðborgarsvæðinu námu leigutekjur af Airbnb 25 milljörðum króna í …
Á höfuðborgarsvæðinu námu leigutekjur af Airbnb 25 milljörðum króna í fyrra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Reykjavíkurborg og bókunarvefurinn Airbnb eru komin í samstarf um birtingu á skráningarnúmerum fyrir þá sem leigja út fasteignir sínar. Er þetta hugsað til að auðvelda útleigjendum að fylgja íslenskum reglum og er skrefið það fyrsta í yfirstandandi viðræðum milli Reykjavíkur og Airbnb. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla. Segir þar að samstarfið miði að því að gera heimagistingu í Reykjavík eins ábyrga og mögulegt er.

Nýlegar breytingar á lögum um gististaði gera einstaklingum heimilt að skrá heimili sín til heimagistingar og er hægt að leigja tvær eignir út, en heildarfjöldi þeirra má ekki fara yfir 90 daga eða samanlagðar tekjur yfir 2 milljónir á ári. Þurfa þá þeir sem leigja út eignir sínar ekki að fara í gegnum flókið ferli leyfisveitinga, heldur er þess aðeins krafist að viðkomandi skrái heimagistinguna rafrænt og birti skráningarnúmer sitt á vefsíðunni.

Haft er eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að þetta sé einn áfangi í viðræðum borgarinnar við fyrirtækið, en að sama skapi mikilvægur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK