Trump: Mikill árangur að nást

Xi Jinping og Donald Trump sjást hér saman á fundi …
Xi Jinping og Donald Trump sjást hér saman á fundi árið 2017. AFP

Trump Bandaríkjaforseti ræddi við Xi Jingping, forseta Kína, í síma í dag. Trump sagði að mikilvæg skref fram á við hefðu verið stigin í kjölfar samtalsins, en Bandaríkin og Kína hafa staðið í viðskiptastríði að undanförnu, sem hafa haft neikvæð áhrif á markaði um allan heim. 

Trump greindi frá símtalinu á Twitter. Þar sagðist hann hafa átt langt og gott samtal við Xi. 

Hann sagði ennfremur, að samkomulag miði í rétta átt. Náist að ljúka samningum muni þeir verða yfirgripsmiklir, ná yfir öll þau atriði sem ríkin hafa deilt um undanfarnar vikur og mánið.

„Mikill árangur er að nást,“ sagði Trump. 

Bandaríkin og Kína hafa staðiði í tollastríði á vörur sem metið er á 300 milljarða Bandaríkjadala. Deilan hefur haft áhrif á hagnað fyrirtækja og leitt til þess verðfalls á hlutabréfamörkuðum. 

Xi og Trump eru sammála um mikilvægi þess að koma á stöðugleika í samskiptum ríkjanna. Kínverska ríkisfréttastofan Xinhua hefur eftir Xi að ríkin vinni nú að því að ganga frá skilmálum vopnahlés sem náðist í deilunni fyrr í þessum mánuði. 

Xi vonaðist ennfremur að þjóðirnar geti mæst á miðri leið og landað samkomulagi sem er hagkvæmt fyrir bæði ríkin, eins fljótt og auðið er. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK