Ghosn segist vera saklaus

Motonari Otsuru, lögmaður Car­los Ghosn, fyrr­ver­andi stjórn­ar­formanns jap­anska bíla­fram­leiðand­ans Nis­s­an, …
Motonari Otsuru, lögmaður Car­los Ghosn, fyrr­ver­andi stjórn­ar­formanns jap­anska bíla­fram­leiðand­ans Nis­s­an, á leiðinni í dómsal í morgun. AFP

Car­los Ghosn, fyrr­ver­andi stjórn­ar­formaður jap­anska bíla­fram­leiðand­ans Nis­s­an, kom fyrir dóm í Japan í morgun í fyrsta skipti frá því hann var handtekinn í nóvember. Ghosn fullyrti fyrir dómnum að hann væri hafður fyrir rangri sök og að gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum væri óréttlátur.

Ghosn er sakaður um að hafa ekki gefið rétt­ar upp­lýs­ing­ar um laun sín og fyr­ir að hafa notað eign­ir fyr­ir­tæk­is­ins til per­sónu­legra nota utan vinnu­tíma. Þá er hann sakaður um að hafa leynt 80 millj­óna doll­ara launa­greiðslum til sín.

Í yfirlýsingu frá Ghosn sem var lesin upp í dómsal í morgun segir að allar ákvarðanir sem hann hafi tekið hafi verið teknar með vitund og samþykki stjórnar fyrirtæksins.

Farið var fram áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Ghosn í morgun. Motonari Otsuru, lögmaður Gosh, segir að hann verði líklega í haldi í um sex mánuði til viðbótar, eða þar til réttarhöldin hefjast formlega.

Ef Ghosn verður fundinn sekur á hann yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi og 750 milljóna króna sekt.

Car­los Ghosn, fyrr­ver­andi stjórn­ar­formaður jap­anska bíla­fram­leiðand­ans Nis­s­an, hefur setið í …
Car­los Ghosn, fyrr­ver­andi stjórn­ar­formaður jap­anska bíla­fram­leiðand­ans Nis­s­an, hefur setið í gæsluvarðhaldi í Japan frá því í nóvember. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK