Tíminn vinnur ekki með Skúla og Indigo

Svo virðist sem Indigo Partners hafi frest til loka febrúar …
Svo virðist sem Indigo Partners hafi frest til loka febrúar til að gera upp hug sinn varðandi WOW air, að sögn Kristjáns. mbl.is/Eggert

Kristján Sigurjónsson, ritstjóri vefsíðunnar Túristi.is, segir það mjög jákvætt að skuldabréfaeigendur hafi samþykkt skilmála skuldabréfa í flugfélaginu.

Hann segir að nú virðist sem Indigo Partners hafi frest til loka febrúar til að gera upp hug sinn varðandi þátttöku í WOW air. Félagið mun eignast 49% hlut í flugfélaginu ef kaupin ganga eftir.

Kristján Sigurjónsson.
Kristján Sigurjónsson. Ljósmynd/Leifur Rögnvaldsson

„Sérfræðingar bandaríska fjárfestingafélagsins hafa þó nú þegar haft sjö vikur til að vega og meta WOW air og vonandi taka þeir sér ekki sex vikur í viðbót í verkið. Það eru nefnilega vísbendingar um að óvissan um félagið hafi komið niður á farmiðasölu og nú þegar pantanir á sumarferðum eru að komast á fullt þá verða neytendur að öðlast trú á félaginu á ný, bæði hér heima og úti í heimi,“ greinir Kristján frá í samtali við mbl.is.

„Því þótt Íslendingar séu miklu meðvitaðri um stöðu WOW en útlendingar þá hefur orðspor félagsins klárlega beðið hnekki víðar, til að mynda vegna umtalsverðra breytinga á flugáætlunum.“

Kristján bendir á að síðast í morgun hafi Michael O´Leary, forstjóri Ryanair, sett WOW air í flokk með þeim evrópsku flugfélögum sem standi veikast að hans mati. „Yfirlýsingar forstjórans rata oft í fjölmiðla víða og hin brothætta staða WOW verður því fleirum kunn. Tíminn er því ekki að vinna með Indigo Partners og Skúla en vonandi ná aðilar saman fyrir lok þessa mánaðar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK