Ferðamönnum fjölgaði um 6%

Evrópa nýtur mikilla vinsælda meðal ferðamanna.
Evrópa nýtur mikilla vinsælda meðal ferðamanna. AFP

Ferðamönnum fjölgaði í heiminum um 6% á síðasta ári og alls voru þeir 1,4 milljarðar talsins, samkvæmt bráðabirgðatölum World Tourism Organization. Aukningin er rakin til vinsælda Suður-Evrópu, fjölgunar ferðamanna í Mið-Austurlöndum og Afríku. Stofnunin segir að aukinn hagvöxtur og tækniframfarir hafi mikil áhrif. 

Mun minni aukning er í fjölgun ferðamanna í Ameríku-álfunum en í Evrópu, Afríku og Asíu. Alls komu 713 ferðamenn til Evrópu en þeim fjölgaði ekki í Norður-Evrópu. WTO segir ástæðuna vera óvissu í tengslum við Brexit. Alls komu 67 milljónir ferðamanna til Afríku og er aukningin mest í Norður-Afríku. Aukningin í Mið-Austurlöndum er 10% en þangað ferðuðust 64 milljónir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK