Kynnisferðir semja við Sjóvá

Sveinn Segatta frá Áhættulausnum, Ósvaldur Knudsen, Garðar Sævarsson, Jóhanna Hreiðarsdóttir, …
Sveinn Segatta frá Áhættulausnum, Ósvaldur Knudsen, Garðar Sævarsson, Jóhanna Hreiðarsdóttir, Björn Ragnarsson, frá Kynnisferðum, Auður Daníelsdóttir, Birgir Viðarson og Heiður Huld Hreiðarsdóttir frá Sjóvá. Ljósmynd/Aðsend

Kynnisferðir og Sjóvá hafa gert samning um vátryggingaviðskipti til næstu þriggja ára. Kynnisferðir reka 105 rútur undir merkjum Reykjavik Excursions og 50 strætisvagna og 900 bílaleigubíla undir merkjum Enterprise Rent-A-Car.

Hjá félaginu starfa tæplega 500 manns. Kynnisferðir og Sjóvá munu auk þess vinna sameiginlega að öryggis- og forvarnamálum, að því er segir í tilkynningu.

„Samið var við Sjóvá að undangenginni verðkönnun sem unnin var af Sveini Segatta hjá Áhættulausnum ehf. Samningurinn nær til alls rekstrar Kynnisferða og dótturfélaga en um er að ræða mjög umfangsmikið svið. Við munum m.a. vinna með Sjóvá í forvarnamálum sem er afar brýnt verkefni þar sem til mikils er að vinna. Bæði fyrirtækin leggja ríka áherslu á forvarnir og öryggismál og við hlökkum til samstarfsins,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, í tilkynningunni.

„Fræðsla hefur verið stór þáttur í öryggismálum og forvörnum hjá okkur. Upplýsingafundir eru haldnir ef tjón og slys verða og við höfum verið með reglulega endurmenntun fyrir bílstjóra okkar sem við teljum mjög mikilvægt. Þá hefur ákveðinn hópur starfsfólks fengið fræðslu er varðar öryggi ferðafólks. Við leggjum afar ríka áherslu á upplýsingagjöf til viðskiptavina okkar á bílaleigubílum um umferðaröryggi og umferðavenjur á Íslandi, ásamt því að allir okkar bílaleigubílar eru nýlegir og vel búnir,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK