„Hefðbundna bókin hlýtur að vera á niðurleið“

Heimkaup selja margt fleira en rafbækur. Guðmundur Magnason segir þær …
Heimkaup selja margt fleira en rafbækur. Guðmundur Magnason segir þær vel til þess fallnar að ná til fleiri kúnna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mikil aukning er á sölu rafbóka hjá netversluninni Heimkaup.is en fyrirtækið hóf sókn á þann markað fyrir rúmum þremur árum. Það sem af er ári er söluaukning um 160% á rafbókum á milli ára og búast má við því að hátt í sjö þúsund rafbækur verði seldar hjá fyrirtækinu í ár en það einblínir á sölu rafbóka fyrir háskólanema. Þetta segir Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Heimkaup.is, við Morgunblaðið.

Kynslóðaskipti í háskólum

„Söluaukningin er mjög sannfærandi og við teljum að hefðbundna bókin hljóti að vera á mikilli niðurleið á sama tíma hjá námsmönnum.“
Guðmundur segir margt spila inn í þessa þróun. Ein skýring er sú að ákveðin kynslóðaskipti séu að verða innan háskólans þar sem nemendur eru orðnir vanari því að lesa námsefni á rafrænu formi. Svo skiptir verðið miklu máli fyrir háskólanema.
„Verðmunurinn spilar líka inn í. Háskólabækur eru dýrari á prenti en þær eru ódýrari á þessu formi,“ segir Guðmundur sem segir að verðmunurinn sé um 15%-60%.

Hann segir að verðteygni háskólabóka sé afar mikil og augljóst að háskólanemendur velji ódýrari valkosti. Dæmi um slíkan valkost er að leigja bækur en algengt er að nemendur leigi bækur í 90-180 daga, eða sem nemur lengd námskeiðanna sem þeir taka. Er það nýjung sem vel hefur verið tekið.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK