Landsréttur sneri við skaðabótamáli WOW

Talið var að seinkun flugsins hafi mátt rekja til erfiðra …
Talið var að seinkun flugsins hafi mátt rekja til erfiðra aðstæðna og veðurs í Keflavík. mbl.is/Eggert

Landsréttur sneri við dómi héraðsdóms í skaðabótamáli gegn WOW air og sýknaði flugfélagið af kröfum tveggja farþega.

Farþegarnir tveir kröfðust skaðabóta úr hendi WOW þar sem seinkun hafði orðið á brottför flugs þeirra og hafði Héraðsdómur Reykjavíkur gert flugfélaginu að greiða hvorum um sig 47.483 krónur í skaðabætur og greiða 1,1 milljón króna í málskostnað.

Talið var að seinkun flugsins hafi mátt rekja til erfiðra aðstæðna og veðurs í Keflavík um morguninn umræddan dag, sem hefði orsakað keðjuáhrif seinkana. Í dómi Landsréttar er vísað í að lög um loftferðir feli í sér sakarlíkindareglu og flytjandi bæri ábyrgð á tjóni, sem yrði af völdum tafa í flutningi, nema hann gæti sannað að allt, sem sanngjart gæti talist, hefði verið gert til að koma í veg fyrir að svo yrði eða að ógerlegt hefði verið að koma í veg fyrir slíkt.

Landsréttur féllst á með WOW air að ekki yrði gerð sú krafa til félagsins við þær aðstæður sem uppi voru í málinu og sýknaði félagið af skaðabótakröfu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK