Önnur félög hlaupa ekki í skarð WOW

Áfangastaðirnir sem WOW air kynnti 14. janúar að flogið yrði …
Áfangastaðirnir sem WOW air kynnti 14. janúar að flogið yrði til. Mynd/WOW

WOW air flýgur í sumar aðeins til og frá fjórum áfangastöðum í Bandaríkjunum: Baltimore/Washington, Boston, Detroit og New Jersey. Þeim fækkar sem sé úr tólf í sex, áfangastöðunum í vesturheimi, því enn verður flogið til Montreal og Toronto.

Sagt hefur verið frá því að WOW air hafi selt hluta flugvéla sinna til annarra félaga. Sem liður í sömu þróun, samdrætti í rekstri, lætur félagið nú af flugi á þessa staði: Chicago, Cincinnati, Cleveland, Dallas, Los Angeles, tvo flugvelli í New York, San Francisco og Saint Louis.

„Það hefur skiljanlega gríðarleg áhrif fyrir íslenska ferðaþjónustu,“ segir Kristján Sigurjónsson, ritstjóri ferðamálavefjarins Túrista, í samtali við mbl.is, „að nú fljúgi ekki 340 sæta breiðþotur nokkrum sinnum í viku frá bæði Los Angeles og San Francisco.“

Taprekstur þýddi fleiri ferðamenn

Bandaríkjamenn hafa verið langfjölmennasti hópur í ferðaþjónustunni á Íslandi og niðurskurðurinn þar er mestur, að sögn Kristjáns. Af þessum samdrætti í Bandaríkjaflugi leiðir því mikil fækkun.

Kristján telur þá óhætt að álykta, út frá tölum frá WOW air, að félagið hafi stundað Bandaríkjaflugið í taprekstri, að of margir farþegar hljóti að hafa flogið undir kostnaðarverði milli Íslands og Bandaríkjanna. Þessi taprekstur WOW, en kostakjör fyrir viðskiptavini, hefur þannig að mati Kristjáns verið ein af orsökum mikils fjölda bandarískra ferðamanna hérlendis.

Nú er liðin sú tíð. Bandarísk félög halda áfram að fljúga til Íslands frá einhverjum þeim borgum þar sem WOW air lætur nú af flugi en það verður þó í minna mæli. „Þeirra framboð stendur bara í stað, þar verður ekki aukning,“ segir Kristján. Því er ljóst að ferðamönnum þaðan mun einfaldlega fækka.

Kristján Sigurjónsson.
Kristján Sigurjónsson. Ljósmynd/Leifur Rögnvaldsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK