„Varnarár“ fram undan hjá Icelandair

Flugvélar Icelandair á Keflavíkurflugvelli.
Flugvélar Icelandair á Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Eggert

Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur hjá Landsbankanum, telur að árið 2019 verði erfitt hjá Icelandair en í rekstraruppgjöri Icelandair Group fyrir síðasta ár sem var birt í gær var greint frá 6,7 milljarða tapi fyrirtækisins.

„Félagið mun vonandi ná að bæta eitthvað reksturinn árið 2019 en ég held að þetta verði mjög erfitt ár. Það er erfitt að átta sig á hvort batinn verði nægjanlegur til að gleðja fjárfesta,“ segir Sveinn, spurður út í horfurnar hjá Icelandair.

Hann segir mjög erfitt að horfa lengra í framtíðina en bara út þetta ár. Það góða við félagið sé að það hefur tekið inn nýrri og sparsamari flugvélar. Það veiti því sveigjanleika til að stækka og minnka við sig með þeim eldri vélum sem eru til staðar. „Það liggur við að félagið nái varla að horfa nema eitt ár fram í tímann. Ég held að það sjái varla næsta haust, hvað þá næsta ár. Félagið mun eflaust einbeita sér að því á þessu ári að horfa inn á við, hagræða og gera hlutina betur.“

Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur hjá Landsbankanum.
Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur hjá Landsbankanum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Varnarár fram undan

Spurður hvort vandamálin í tengslum við WOW air muni hafa mikil áhrif á Icelandair segir Sveinn að ekki þýði fyrir fyrirtækið að hugsa um þau. „Það eru næg verkefni innandyra til að straumlínulaga og bæta ferla, eins og félagið hefur talað um sjálft,“ segir hann og talar um að fram undan sé „varnarár“.

Hlutbréf í Icelandair hrundu í morgun. Sveinn telur að lækkunin hafi tengst því að menn hafi hugsanlega búist við jákvæðari fréttum af árinu 2019 í uppgjörinu. „Þeir komu ekki með neinar hagnaðarhorfur, sem var ólíkt því sem þeir hafa alltaf gert. Það hefur kannski stuðað suma.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK