Bréf Icelandair halda áfram að falla

Hlutabréf Icelandair hafa lækkað mikið undanfarna daga.
Hlutabréf Icelandair hafa lækkað mikið undanfarna daga. mbl.is/Sigurður Bogi

Hlutabréf í Icelandair halda áfram að lækka eftir mikið hrun þeirra á föstudaginn. Það sem af er viðskiptadegi í Kauphöllinni í dag hafa bréf félagsins lækkað um 5,3% og stendur gengi þeirra nú í 8,21 krónu á hlut. Heildarviðskipti með bréf félagsins í dag nema 75,5 milljónum.

Eftir lokun markaða á fimmtudaginn var uppgjör ársins 2018 birt, en þar kom fram að félagið hefði tapað 6,7 milljörðum króna. Var ástæðan sögð „sam­keppni í milli­landa­flugi, lág og oft ósjálf­bær far­gjöld og mik[il] hækk­un eldsneyt­is­verðs. Jafn­framt höfðu breyt­ing­ar á sölu- og markaðsstarf­semi fé­lags­ins, sem og ójafn­vægi í leiðar­kerfi nei­kvæð áhrif á af­kom­una.“

Í fyrstu viðskiptum á föstudaginn lækkuðu bréf félagsins um 20%, en það gekk svo aðeins til baka yfir daginn og var lækkun bréfanna að lokum 15,91%. Stóðu bréfin í 8,67 krónum á hlut í lok föstudags.

Sveinn Þór­ar­ins­son, sér­fræðing­ur hjá Lands­bank­an­um, sagði við mbl.is á föstudaginn að fram undan væri varnarár hjá Icelandair. Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir Group, sagði einnig á föstudaginn við mbl.is að félagið hefði tækifæri til að gera miklu betur. Fram undan væri að fjölga ferðum til Evrópu og þannig laga ójafnvægi sem væri í leiðarkerfinu. Meðal annars verður hafið flug til Dusseldorf í Þýskalandi, en hætt við flug til Baltimore og Dallas í Bandaríkjunum.

Sem fyrr segir hafa bréfin nú lækkað um rúmlega 5,3%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK